Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hrinti konu í veg fyrir aðvífandi lest

15.01.2022 - 10:23
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Lestarstjóri þykir hafa sýnt mikið snarræði þegar hann náði að stöðva neðanjarðarlest í Brussel í gærkvöld þegar konu var hrint í veg fyrir lestina. Á upptöku úr öryggismyndavél á lestarstöðinni sést maður horfa í átt að lest sem kemur aðvífandi, á síðustu stundu flýtir hann sér upp að konu og ýtir henni fram af stöðvarpallinum á sporin fyrir framan lestina.

Lestarstjórinn sá konuna falla á sporin rétt fyrir framan lestina sem rann inn á lestarstöðina. Hann notaði neyðarhemlun til að stöðva lestina rétt fyrir framan konuna sem lá á lestarteinunum og gat sér enga aðstoð veitt. Fólk á stöðvarpallinum stökk svo niður á teinana til að koma konunin til aðstoðar. 

Að sögn belgíska miðilsins VRT var maðurinn handtekinn skömmu eftir atvikið. Hann hafði virt grímuskyldu að vettugi að þekktist því af myndum úr eftirlitsmyndavélinni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV