Dagskrá Strákanna okkar á EM

epa09686198 Players of Iceland celebrate after winning the Men's European Handball Championship preliminary round match between Portugal and Iceland at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 14 January 2022.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Dagskrá Strákanna okkar á EM

15.01.2022 - 12:39
Íslenska landsliðið í handbolta hóf leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu á föstudagskvöld með góðum sigri á Portúgal. Hér fyrir neðan má sjá leiki liðsins á mótinu og stöðuna í riðli Íslands.

Ísland mætir Hollandi sunnudaginn 16. janúar og heimamönnum frá Ungverjalandi þriðjudaginn 18. janúar. Hér fyrir neðan eru tímasetningar á beinum útsendingum RÚV á leikjunum og EM stofunni. 

Sunnudagur 16. janúar:
EM stofan kl 19:15
Ísland - Holland kl 19:25
EM stofan kl 21:00

Þriðjudagur 18. janúar:
EM stofan kl 16:30
Ísland - Ungverjaland kl 16:50
EM stofan kl 18:30

Keppni hefst í milliriðlum mótsins 20. janúar. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram þangað. Hér má sjá stöðuna í B-riðli Íslendinga eftir einn leik. 

Sæti Lið Spilaðir leikir Sigrar Jafntefli Töp Markatala Stig
1 ÍSLAND 1 1 0 0 +4 2
2 Holland 1 1 0 0 +3 2
3 Ungverjaland 1 0 0 1 -3 0
4 Portúgal 1 0 0 1 -4 0