Mitski – Heat Lightning
Mitski sendi nýlega frá sér þriðja lagið af plötu sinni Laurel Hell, sem heitir Heat Lightning. Platan kemur út 4. febrúar sem er vel valið hjá henni þar sem það er einn besti dagur ársins. Nýlega sagði tónlistarkonan frá því í viðtali að hún hefði á tímabili hætt að vinna í tónlist til að finna aftur ástríðuna. Það virðist hafa virkað vel og það er að byggjast upp töluverð spenna eftir sjöttu plötu hennar hjá tónlistarnördum eftir singlana frábæru, Working For the Knife og The Only Heartbreaker.