EM í dag: Ísland mætir Portúgal

epa08125529 Iceland's Bjarki Mar Elisson reacts during the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Iceland and Russia in Malmo, Sweden, 13 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

EM í dag: Ísland mætir Portúgal

14.01.2022 - 09:17
Annar keppnisdagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag. Mótið er haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu að þessu sinni og í dag er að komið að íslenska liðinu að hefja leik, andstæðingarnir eru góðkunningjar okkar frá Portúgal.

Ísland spilar í stórglæsilegri höll í Búdapest í Ungverjalandi sem ber nafnið MVM Dome. Leikurinn hefst 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV og þá hefst EM stofan klukkan 19:15. 

Þá er einnig leikið í D-riðli í dag en alls fara fram þrír leikir í heildina þennan föstudaginn. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hefja leik í Bratislava í Slóvakíu og eru fyrstu andstæðingarnir Hvíta-Rússland. Sá leikur er sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Leikir á EM í handbolta í dag:

B-riðill
Kl. 19:30 Ísland - Portúgal RÚV

D-riðill
Kl. 17:00 Þýskaland - Hvíta-Rússland RÚV 2
Kl. 19:30 Austurríki - Pólland

Allar beinar útsendingar RÚV frá mótinu má nálgast hér.