Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eldur í flutningabíl á Siglufjarðarvegi

12.01.2022 - 07:09
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldur kviknaði í tengivagni flutningabíls á Siglufjarðarvegi á áttunda tímanum í gærkvöld. Jóhann K. Jóhannson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir að bílstjóri hafi brugðist skjótt með að aftengja vagninn frá bílnum, sem kom í veg fyrir meira tjón.

Tengivagninn brann fljótt og stendur aðeins eftir stálgrindin.
Töluverðan tíma tók að slökkva eldinn, þar sem mjög hvasst var á svæðinu og éljar með lélegu skyggni. Bílinn var að flytja byggingarefni og var slökkvilið fram til miðnættis að slökkva eldglæringar í eldfimu byggingarefninu.
Siglufjarðarvegi var lokað á meðan slökkvistarf fór fram, en bílinn hefur verið færður út af veginum.

Slökkviliðsstjóri segir bílinn verði fluttur burt úr vegkantinum í dag, þegar veður leyfir.

Olofre's picture
Ólöf Rún Erlendsdóttir