Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Breytingar gerðar á sóttkvíarreglum í Frakklandi

epa09663026 Pedestrians wearing face masks walk near the Eiffel Tower iluminated in the colors of the European Union flag to mark France's presidency of the EU, in central Paris, France, 01 January 2022. The presidency of the Council of the European Union rotates every six month to chair 'meetings at every level in the Council' and 'to ensure the continuity of the EU's work in the Council,' as they describe it on their website. The French presidency of the Council of the EU will cover the periode from 01 January to 30 June 2022.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Slakað verður á sóttvíarreglum í Frakklandi á mánudaginn. Ætlunin er að með því dragi úr áhrifum á efnahaginn og samfélagið allt í ljósi mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Fullbólusettir sem greinast með COVID-19 þurfa eftir reglubreytingu aðeins að sitja í sóttkví í sjö daga. Einu gildir hvaða afbrigði veirunnar smitaði þá en sýni mótefnamæling eða PCR-próf neikvæða niðurstöðu má yfirgefa sóttkví eftir fimm daga.

Það fólk sem ekki telst fullbólusett þarf að sæta sóttkví í tíu daga sem stytta má niður í sjö með sömu aðferð og gildir um fullbólusetta. 

Fullbólusettum sem hafa komist í nána snertingu við smitaða verður ekki gert að sæta sóttkví en þurfa reglulega að fara í skimun að sögn Olivier Veran heilbrigðisráðherra.

Það fólk hefur hingað til þurft að sæta einangrun í viku og smitaðir í tíu daga. Hámarks sóttkvíartími gat teygst upp í 17 daga svo lengi sem einhver fjölskyldumeðlimur var smitaður.  

Sá tími sem lítur frá smitun þar til einkenna verður vart, virðist vera styttri með omíkron-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og það segir Veron styðja við ákvörðunina um að stytta þann tíma sem dvelja skal í sóttkví.

Veran segir að með innleiðingu nýrra reglna verði fundið jafnvægi milli áhættu og ávinnings. Tryggt verið að veirunni verði haldið í skefjum og á sama tíma viðhalda lífi í efnahagnum og samfélaginu öllu.