Vefmyndavél frá Geldingadölum

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Jarðskjálftahrina hófst á ný við Geldingadali á Reykjanesskaga 21. desember, á svipuðum slóðum og eldgos braust út í mars. Merki eru um kvikuhreyfingu á svæðinu á ný.

Vefmyndavél frá Geldingadölum

Jarðskjálftahrina hófst á ný við Geldingadali á Reykjanesskaga 21. desember, á svipuðum slóðum og eldgos braust út í mars. Merki eru um kvikuhreyfingu á svæðinu á ný.

Vefmyndavél RÚV er enn á svæðinu og horfir frá Langahrygg yfir gíginn í Geldingadölum þar sem mesta virknin var fyrr í ár. Vísindamenn telja að fari að gjósa á ný gæti það orðið á svipuðum slóðum og þar sem mesta virknin var áður.

Beint streymi frá Geldingadölum má finna í spilaranum hér að ofan og helstu fréttir má finna í straumnum hér að neðan.

  •  
 
25.12.2021 - 14:30