Jólin setja svip sinn á opnunartíma verslanna og þeirra sem veita ýmis konar þjónustu. Á jóladag er allt lokað nema apótek en einhverjar verslanir opna dyr sínar á annan dag jóla.
Apótek verða opin í Lágmúla, á Smáratorgi og í Austurveri til klukkan sex í kvöld og til miðnættis á morgun og annan dag jóla. Stórmarkaðir skella flestir í lás um miðjan dag og lokað verður á morgun en á annan dag jóla er opið bæði í Krónunni, Hagkaup og Nettó, en þó ekki í öllum verslunum.
Læknavaktin í Austurveri er lokuð frá klukkan 6 í kvöld til klukkan níu. Þá verður opnað á ný til klukkan ellefu. Á morgun og hinn er svo opið frá klukkan níu um morguninn til hálf tólf um kvöldið. Fólk getur auðvitað leitað á bráðamóttökur í neyðartilfellum.
Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun í dag til klukkan þrjú. Á jóladag og annan í jólum er ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Einu ferðir dagsins á landsbyggðinni eru til og frá Selfossi og á morgun er engar strætóferðir á landsbyggðinni. Á annan í jólum er svo sunnudagsáætlun á landsbyggðinni.