Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni og fer fyrsta umferð hennar fram 10.-13. janúar 2022. Önnur umferð fer fram 17. og 19. janúar. Hægt verður að fylgjast með öllum viðureignum í streymi á RÚV.is. Þann 4. febrúar hefjast svo sjónvarpsútsendingar frá Gettu betur og sjálf úrslitaviðureignin fer fram 18. mars.
Kristjana Arnarsdóttir er kynnir keppninnar og sá um að draga í fyrstu umferð ásamt nemendum í stýrihópi Gettu betur, þeim Elvu Dögg Sveinsdóttur frá Kvennaskólanum í Reykjavík, Andreu Eddu Guðlaugsdóttur frá Menntaskólanum í Reykjavík og Kristeyju Eide Valgeirsdóttur frá Verzlunarskóla Íslands.
Eftirfarandi skólar voru dregnir í fyrstu umferð:
10. janúar
Framhaldsskólinn á Laugum — Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Menntaskólinn í Kópavogi — Framhaldsskólinn á Húsavík.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði — Fjölbrautaskóli Suðurlands.
11. janúar
Menntaskólinn á Ásbrú — Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Tækniskólinn — Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja — Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi.
Verkmenntaskólinn á Akureyri — Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
12. janúar
Menntaskólinn á Tröllaskaga — Menntaskóli Borgarfjarðar.
Kvennaskólinn í Reykjavík — Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn við Sund — Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn á Ísafirði — Borgarholtsskóli.
13. janúar
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ — Menntaskólinn á Egilsstöðum.
Menntaskólinn við Hamrahlíð — Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu.
Menntaskólinn að Laugarvatni — Verkmenntaskóli Austurlands.