Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Hraðprófin sanna gildi sitt

09.12.2021 - 12:10
149 kórónuveirusmit greindust hér í gær og Grunnskólinn á Eskifirði er lokaður í dag vegna hópsmits. Hraðprófin hafa sannað gildi sitt segir yfirlögregluþjónn almannavarna.

Loðnuveiði er hafin af fullum krafti, nú um sextíu mílur norður af Langanesi. Seyðfirðingar fengu í morgun fyrstu loðnuna í fjögur ár.

Bandaríkjaforseti segir að ef Rússar ráðast inn í Úkraínu bíði þeirra þvílíkar efnahagslegar refsiaðgerðir að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins.

Húsvörður í Háskólanum á Akureyri var settur í einangrun vegna gruns um geislaveiki. Rannsókn Geislavarna ríkisins sýndi að tilviljun virðist hafa ráðið því að hann fékk útbrot skömmu eftir hann handlék blýhólk sem notað var við geislamælingar. 

Eyþór Arnalds ætlar sér að vera áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins og lætur ekki bilbug á sér finna þó Hildur Björnsdóttir ætli að gefa kost á sér til að leiða listann.

Áhyggjur fólks við að smitast af COVID-19 fara heldur minnkandi og einnig af efnahagslegum áhrifum sjúkdómsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 

Heilbrigðisráðherra flytur Alþingi skýrslu um sóttvarnaaðgerðir og horfurnar framundan nú rétt eftir hádegi. 

Mosfellsbær gerir ráð fyrir 500 milljóna króna viðsnúningi í rekstri bæjarfélagsins á næsta ári. 

Hjálparsamtök fá færri umsóknir um jólaaðstoð en í fyrra og nýjum umsækjendum hefur fækkað. Minna er um að fjölskyldufólk leiti aðstoðar en áður.

Hádegisfréttir  verða sagðar klukkan 12.20.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV