Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vigdís leiðir starfshóp um vistheimilið á Hjalteyri

07.12.2021 - 11:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur, lögfræðings, til að fara yfir starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri. Vigdís var aðstoðarmaður Jóns þegar hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.

Síðan verður ákveðið hvort og þá hvernig starfsemin verði tekin til frekari rannsóknar og þá hver aðkoma sveitarfélaganna skuli vera.

Aðrir í starfshópnum eru Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, lögmaður, og Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta.

Verkefni hópsins er að lýsa tildrögum að starfsemi heimilisins, lýsa því hvernig opinberu eftirliti var háttað og skila tillögum til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Svo á að skýra mögulegar lagahindranir og eftir atvikum leggja fram tillögu að lagabreytingum. 
 

sunnav's picture
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV