Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Nær 50 féllu í Darfur-héraði um helgina

07.12.2021 - 02:38
epa05431994 (FILE) A file picture dated 27 April 2005 shows African Union (AU) soldiers patrolling in the town of Muhujariya, south Darfur. According to media reports on 19 July 2016 African leaders approved deployment of regional troops from the AU in South Sudan after the recent fighting between opposing factions killed hundreds of people in South Sudan while the local government is against the deployment of the force. Forces will be from Kenya, Sudan, Uganda, Ethiopia, and Rwanda.  EPA/KHALED ELFIQI
Friðargæslulið Sameinuðu er að mestu farið frá Darfur eftir 13 ára viðveru.  Mynd: epa
Hátt í 50 manns týndu lífinu í blóðugum átökum í hinu stríðshrjáða Darfurhéraði í Súdan um helgina. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Khamis Abdallah, héraðsstjóra í Vesturdarfur. „Átökin blossuðu upp út frá deilum sem leiddu til dráps á sex manneskjum á laugardag, og yfir 40 voru myrt á sunnudag,“ sagði héraðsstjórinn.

Alls hafa um það bil 100 manns í héraðinu, að miklu leyti almennir borgarar, látið lífið í hatrömmum innbyrðis átökum ólíkra þjóðarbrota og í rimmum borgara við öryggissveitir á síðustu þremur vikum.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum féllu um fimmtíu manns í átökum stríðandi hirðingjahópa í Darfur nóvember. Eldur var lagður að yfir 1.000 heimilum í þeim hildarleik. Í frétt DR segir að atburðum sem þessum hafi fjölgað mjög eftir að herinn hrifsaði völdin í Súdan í lok október. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í Darfur var að mestu kallað heim í sumar sem leið, eftir þrettán ára viðveru í landinu.