Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nær 44 gráðu frost í Norðurbotni í Svíþjóð

07.12.2021 - 00:52
Erlent · Náttúra · Frost · Svíþjóð · Evrópa · Umhverfismál · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Meve R.
Grimmar vetrarhörkur geisa nú í Norðurbotni í Svíþjóð þar sem frost fór víða niður fyrir 40 gráður í gær. Kaldast var í bænum Naimakka, þar sem gaddurinn mældist -43,8 gráður. Þótt Norðurbotn sé þekktur fyrir nístingskalda vetur þykir þetta óvenju mikill kuldi á þeim slóðum í desember.

Nitzan Cohen, veðurfræðingur á sænsku veðurstofunni, upplýsir í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT að þetta sé mesta frost sem mælst hefur í Svíþjóð í ríflega 30 ár. Svo miklar eru frosthörkurnar að allar lestarsamgöngur lágu niðri í Norðurbotni í gær.

Þrátt fyrir þetta hörkubál er þó enn nokkuð í að sænska kuldametið verði slegið. Það er síðan í desember 1978. Þá fór frostið í 48,9 gráður í Hemavan í Vesturbotni. Spáð er áframhaldandi brunafrosti í Norðurbotni á þriðjudag.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV