Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kuldi milli Kína og Bandaríkjanna vegna Ólympíuleikanna

epa09344360 The National Ski Jumping Centre, one of the venues for Beijing 2022 Olympic and Paralympic Winter Games, during a media tour in Zhangjiakou, Hebei province, China, 14 July 2021. The 2022 Beijing Winter Olympics is scheduled to take place from 04 to 20 February 2022, and the Paralympics from 04 March to 13 March 2022.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA

Kuldi milli Kína og Bandaríkjanna vegna Ólympíuleikanna

07.12.2021 - 11:34
Bandarískir diplómatar og ráðamenn verða ekki viðstaddir Vetrarólympíuleikana í Peking sem fram fara í febrúar. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að sniðganga leikanna vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda. Bandarískt íþróttafólk verður þó meðal keppenda á leikunum.

 

Kínverskir ráðamenn hafa fordæmt þessa ákvörðun og sagst ætla að bregðast við á móti. Ástæður þess að bandarískir diplómatar hafa ákveðið að sniðganga leikana eru áhyggjur vegna mannréttindabrota Kínverja en kínversk stjórnvöld eru sökuð um þjóðarmorð gegn Uighur þjóðflokknum í Xinjiang, sem flestir eru múslimar. Bandarískt íþróttafólk verður þó á leikunum og njóta fulls stuðnings ríkisstjórnar landsins tilkynntu stjórnvöld á mánudag.

Kínverjar hafa nú svarað fyrir sig og sakað Bandaríkin um að brjóta reglur um pólitískt hlutleysi í íþróttum og byggi sniðgönguna á sögusögnum og lygum. Þá þverneita þeir fyrir að nokkurskonar mannréttindabrot hafi verið framin á Uighurum. Nýlegar fréttir af tenniskonunni Peng Shuai ýta einnig undir tortryggni gagnvart Kínverjum. Shuai hvarf í nokkrar vikur eftir að hafa sagt frá því opinberlega að fyrrum varaforseti landsins, Zhang Gaoli, hefði neytt sig til þess að stunda kynlíf. 

Í frétt BBC um málið kemur fram að leitarorðin "US diplomatic boycott of Beijing Winter Olympics" hafi verið fjarlægð af kínverska samfélagsmiðlinum Weibo og þá var flestum athugasemdum við fréttabirtingu Global Times á miðlinum eytt.