Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Danski heilbrigðisráðherrann með COVID-19

Magnus Heunicke
 Mynd: regeringen.dk - Ljósmynd
Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, hefur greinst með COVID-19. Ekki er vitað hvar ráðherrann smitaðist en hann er nú í einangrun á hótelherbergi í Brussel í Belgíu þar sem hann ætlaði að sitja nefndarfund.

Fram kemur í dönskum fjölmiðlum að ráðherrann hafi komið til Belgíu í gær. Hann tók sjálfspróf í morgun sem reyndist vera jákvætt, fór í framhaldinu í PCR-próf sem staðfesti þá niðurstöðu að hann væri með COVID-19. 

Hann er með væg einkenni, er með smá særindi í hálsi. 

Ráðherrann sótti jólahlaðborð á vegum starfsmanna ráðuneytisins fyrir fjórum dögum þar sem einn hefur greinst með smit. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV