Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Carlsen vann aftur og forskotið eykst

epa09627152 Defending Champion Magnus Carlsen of Norway plays against Ian Nepomniachtchi of Russia during the 9th round of FIDE World Chess Championship at the EXPO 2020 Dubai in Dubai, United Arab Emirates, 07 December 2021.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Carlsen vann aftur og forskotið eykst

07.12.2021 - 16:40
Magnus Carlsen vann þriðja sigur sinn á Rússanum Ian Nepomnatsjí í úrslitaeinvíginu um heimsmeistaratitilinn í skák. Rússinn lék af sér og Carlsen vantar nú aðeins einn og hálfan vinning til að verja titil sinn.

Carlsen lék í dag með svart og var skákin jöfn til að byrja með. Í 27. leik lék Nepomnatsjí hins vegar af sér og Carlsen tók frumkvæðið. Fljótlega sá Rússinn að Carlsen væri kominn með yfirburðastöðu og eftir 39 leiki gaf Nepomnatsjí skákina.

Carlsen er nú kominn með sex vinninga gegn þremur og blasir sigurinn við honum. Sá þeirra sem fyrri er til að ná sjö og hálfum vinningi sigrar og er heimsmeistari, en þann titil hefur Carlsen haft síðan 2013 og er þetta þrija titilvörn hans.

Næsta skák þeirra er á morgun en svo er frí á fimmtudag. Ellefta skákin verður svo telfd á föstudag en lokaskákin er á þriðjudaginn í næstu viku, ef til hennar kemur.