Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Mun fleiri létust úr malaríu

epa08494524 A man walk past traditional  healer Morris Kromah's banner at a street corner in Monrovia, Liberia, 18 June 2020. Morris Kromah, commonly called 'Liberia country doctor', is a professional traditional  healer who inherited his skills from his late father. He treats illnesses such as Hypertension, Malaria, Rheumatism, Asthma , Impotency, Typhoid  and other infectious diseases.  EPA-EFE/AHMED JALLANZO
 Mynd: EPA
Dauðsföll vegna malaríu voru 69.000 fleiri í fyrra en árið 2019 vegna röskunar á starfsemi heilbrigðisstofnana vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði í árlegri skýrslu um malaríu frá Alþjóðaheilbrigðismálstofnuninni í dag.

Flest hinna látnu börn

Alls létust 627.000 úr malaríu í heiminum á síðasta ári, meirihlutinn börn frá fátækustu ríkjum Afríku. 558.000 létust árið 2019. Mun færri hafa látist af völdum Covid-19 í Afríku frá upphafi faraldursins, eða um 224.000.

Í skýrslunni segir að röskun vegna kórónuveirufaraldursins sé helsta ástæðan fyrir tveimur dauðsföllum af völdum malaríu af hverjum þremur á síðasta ári. Faraldurinn hafi truflað forvarnarstarf, skimanir og meðferð við malaríu.

Fór betur en á horfðist

Áður hafði stofnunin varað við möguleikanum á að tvöfalt fleiri myndu deyja úr malaríu en sú varð ekki raunin.

„Þökk sé mikilli erfiðisvinnu hefur heimsbyggðinni tekist að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg,“ sagði Pedro Alonso, yfirmaður malaríuverkefnis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Þórgnýr Einar Albertsson