Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs látinn

06.12.2021 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd: SGT Michael W. Tyler - Wikimedia Commons
Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, féll frá í dag, 93 ára að aldri. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að Willoch, hafi látist í svefni á heimili sínu í Ullern í Osló.

Willoch hóf stjórnmálaferilinn í borgarstjórn Oslóar á sjötta áratugnum. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1957, var leiðtogi Hægriflokksins frá 1970-1974, ráðherra viðskiptamála og siglinga um árabil og forsætisráðherra frá 1981 til 1986. 

Eftir að Willoch settist í helgan stein beitti hann sér í þágu umhverfis- og mannréttindamála. Margir hafa minnst hans í dag. Í tilkynningu frá Ernu Solberg, formanni Hægriflokksins og fyrrum forsætisráðherra, segir að hann hafi verið einn mesti stjórnmálamaður Noregs og hafi haft mikil áhrif á Hægriflokkinn og á Noreg á ferli sínum, að því er fram kemur í umfjöllun NRK

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir