Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Brons hjá Evu Margréti

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Brons hjá Evu Margréti

06.12.2021 - 09:18
Norðurlandamótinu í sundi lauk í Svíþjóð í gærkvöldi. Eva Margrét Falsdóttir vann sín fyrstu verðlaun á Norðurlandamóti í 200 metra fjórsundi.

Eva Margrét synti úrslitasundið í gær á tveimur mínútum, 17,44 sekúndum og bætti sinn besta tíma um tæplega hálfa sekúndu. Hún var aðeins tveimur hundruðustu frá silfi í greininni. 

Þetta voru önnur bronsverðlaun íslenska sundfólksins á mótinu en í mörgum greinum voru íslensku keppendurnir hársbreidd frá verðlaunasæti.

Tengdar fréttir

Sund

Freyja vann brons á Norðurlandamótinu