Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lýsti aðstæðum flóttamanna sem skipbroti siðmenningar

05.12.2021 - 16:03
epaselect epa09623089 Pope Francis blesses a baby child at the Reception and Identification Centre (RIC) in Mytilene on the island of Lesbos, Greece, 05 December 2021. Pope Francis returned to the island of Lesbos, the migration flashpoint he first visited in 2016, to plead for better treatment of refugees as attitudes towards migrants harden across Europe.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Frans páfi hvatti fólk í dag til að taka höndum saman um að binda enda á það skipbrot siðmenningar sem hann sagði bágar aðstæður flóttamanna vera. Hann ítrekaði ákall sitt um að taka vel á móti flóttamönnum og etja ekki einum hópi fátæks fólks gegn öðrum.

Frans páfi heimsótti í dag grísku eyna Lesbos þar sem fjöldi flóttamanna frá Afríku og Miðausturlöndum hefst við eftir för þeirra um Miðjarðarhaf. Þetta er í annað sinn sem páfi kemur þangað, fyrra skiptið var fyrir fimm árum, og sagði hann að því miður hefði lítið breyst í málefnum flóttamanna.

Í gær gagnrýndi páfi ráðamenn í Evópuríkjum fyrir nálgun sína á málefni flóttamanna og sagði álfuna klofna vegna þjóðernislegrar sjálfhverfu. Í dag ávarpaði hann flóttamenn og harmaði að víða væri alið á ótta gagnvart þeim þegar frekar ætti að ráðast að rót vandans sem stökkvi þeim á flótta. Frans páfi sagði að Miðjarðarhafið mætti ekki breytast í haf dauðans. Látum ekki haf minninga verða að hafi gleymsku sagði páfi og hvatti fólk til að binda enda á skipbrot siðmenningarinnar.

epa09623106 Pope Francis talks to people at the Reception and Identification Centre (RIC) in Mytilene on the island of Lesbos, Greece, 05 December 2021. Pope Francis returned to the island of Lesbos, the migration flashpoint he first visited in 2016, to plead for better treatment of refugees as attitudes towards migrants harden across Europe.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA