Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Óveður og ófrýnileg Gígjukvísl

05.12.2021 - 18:49
Þök fuku af húsum og lausamunir tókust á loft í miklu hvassviðri sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í dag. Björgunarsveitir sinntu tugum útkalla.

Gígjukvísl var ófrýnileg, jökulgrá og straumþung eftir að hlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í dag. Krafturinn í jökulhlaupinu hefur sett mark sitt á landslagið.

Frans páfi fordæmdi vestræn ríki í dag fyrir vanrækslu gagnvart flóttafólki og sagði hana skipbrot siðmenningar. Hann heimsótti eyjuna Lesbos á Grikklandi þar sem fjöldi flóttafólks heldur til. 

Yfirleitt liggur engin refsing við konumorðum í Mexíkó sem eru á fjórða þúsund ár hvert. Baráttukona sem var tvívegis skotin af lögreglu sagði sögu sína á málþingi hér á landi á dögunum. 

Jólaskraut gekk í endurnýjun lífdaga á skiptimarkaði Góða hirðisins um helgina. Rekstrarstjóri segir þetta skemmtilega leið til að minnka sorp. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV