Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Enn með ónotuð skotfæri við handtökuna

05.12.2021 - 17:59
epa09620100 A growing memorial is pictured outside Oxford High School, days after 15-year-old student Ethan Crumbley allegedly killed four classmates before surrendering to police at Oxford, High School in Oxford, Michigan, USA, 03 December 2021. Police are searching for the parents of the alleged gunman, James and Jennifer Crumbley after charging them with involuntary manslaughter.  EPA-EFE/NIC ANTAYA
Blóm, kerti og kross til minningar um hin látnu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Fimmtán ára drengur sem skaut fjögur skólasystkin sín til bana í Bandaríkjunum á þriðjudag var enn með átján ónotuð skot á sér þegar hann var handtekinn. Pilturinn og foreldrar hans dvelja nú öll í sama fangelsi.

Michael Bouchard, lögreglustjóri í Oakland-sýslu í Michigan sagði á blaðamannafundi í dag að lögregla leiti enn að fjórðu manneskjunni vegna mannskæðustu skotárásar í skóla í Bandaríkjunum þetta árið.

Fimmtán ára piltur myrti fjóra skólafélaga sína á þriðjudag og notaði við það skammbyssu sem faðir hans keypti handa syni sínum fjórum dögum áður. Þrátt fyrir viðvaranir tóku foreldrarnir skotvopnið ekki af syni sínum. Þau voru handtekin í gær og eru nú vistuð í sama fangelsi og sonur þeirra ákærð fyrir morð af gáleysi. Lögregla leitar nú manns sem talinn er hafa hjálpað foreldrunum á flótta þeirra undan lögreglu.

Bouchard sagði að enn verr hefði getað farið. Hann sagði piltinn hafa haft átján ónotuð skot á sér þegar hann var handtekinn, hann hefði því getað myrt átján börn til viðbótar.

Þingmaður sem birti í gær mynd af sér og fjölskyldu sinni sem jólakveðju á Twitter hefur verið harðlega gagnrýndur. Öll fjölskyldan bar skotvopn og þingmaðurinn biðlaði til jólasveinsins um að fá skotfæri í jólagjöf. Margir hafa gagnrýnt þingmanninn fyrir óviðurkvæmilega myndbirtingu skömmu eftir skotárás í skóla.