Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bob Dole látinn

05.12.2021 - 17:53
epa09624319 (FILE) Former Senate Majority Leader Bob Dole speaks at a press conference marking the 25th anniversary of the Americans with Disabilities Act, at the US Capitol in Washington DC, USA, 27 July 2015 (reissued 05 December 2021). The Elizabeth Dole Foundation announced on 05 December 2021 that former US Senator Bob Dole has died in his sleep at age 98.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bob Dole er látinn 98 ára að aldri. Hann var varaforsetaefni Geralds Fords í forsetakosningunum 1976 og forsetaefni Repúblikana árið 1996 en komst í hvorugt skiptið til valda. Hann var hins vegar valdamikill þingmaður og hafði mikil áhrif á mörg mál á áratugalöngum ferli sínum í stjórnmálum.

Dole var ekki síst þekktur fyrir að ná samkomulagi þvert á flokka í umdeildum málum. Dole gagnrýndi Repúblikanaflokkinn oft á síðari árum fyrir að hafa færst of langt til hægri. Hann var eini fyrrverandi forsetakandídat flokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump 2016. Dole harmaði einnig tap Trumps í síðustu forsetakosningum en hafnaði ósönnum ásökunum Trumps um að úrslitin hefðu ráðist með kosningasvindli.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV