Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Á annað hundrað sýni tekin á Egilsstöðum og öll neikvæð

05.12.2021 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Engin fleiri kórónuveirusmit hafa greinst á Austurlandi eftir víðtæka skimun þar fyrir helgi.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn segir að af ríflega hundrað og áttatíu sýnum sem tekin voru á Egilsstöðum á föstudag reyndust engin jákvæð. Leikskólinn Tjarnarland sem lokaður var á föstudag mun því opna að nýju á morgun.

Eins voru öll sýni neikvæð sem tekin voru á Reyðarfirði á föstudag. Íbúar eru þó áfram hvattir til að huga vel að smitvörnum sem endranær.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV