Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Pólsk stjórnvöld vilja skrásetja þunganir

03.12.2021 - 21:33
epa09612666 Polish Justice Minister Zbigniew Ziobro attends a press conference in Warsaw, Poland, 30 November 2021. Minister Zbigniew Ziobro has accused Vera Jourova, the deputy head of the European Commission, of inciting anarchy in the ranks of the Polish judiciary. Ziobro also said the EU cannot question the shape of Poland's judiciary.  EPA-EFE/PIOTR NOWAK POLAND OUT
Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands. Mynd: EPA-EFE - PAP
Pólsk stjórnvöld hyggjast leggja til að læknar skrásetji allar þunganir og fósturlát í gagnagrunn sem stjórnvöld fá aðgang að. Til stendur að þessi skrásetning hefjist um áramótin. Kvenréttindahópar eru æfir yfir tillögunni, sérstaklega í ljósi hertra laga um þungunarrof sem tóku gildi í ársbyrjun. 

Guardian hefur eftir pólsku baráttukonunni Natalia Broniarczyk að tillagan snúist um valdbeitingu. Ganga eigi í skugga um að þunganir endi með fæðingu.

Stjórnvöld þvertaka fyrir að með þessu sé verið að skrásetja sérstaklega þunganir í gagnagrunn. Haft er eftir talsmanni pólsku stjórnarinnar að þetta sé liður í umfangsmeiri stafrænni væðingu þar sem gagngeymsla fjölda heilbrigðismála verður uppfærð. Læknar hafi áður haft upplýsingar um þunganir, en þær séu nú á pappírsformi fremur en stafrænar.
Pólska þingið samþykkti með eins atkvæðis mun að halda umræðum um frumvarpið áfram.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV