Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kaupa 72 skammta af lyfi gegn covid

03.12.2021 - 14:59
Mynd með færslu
 Mynd: GlaxoSmithKline/Vir Biotechnolog
Heilbrigðisyfirvöld hafa keypt 72 skammta af lyfi sem þykir hafa reynst vel til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks með covid. GlaxoSmithKline hefur þróað lyfið Sotrovimab sem einstofna mótefni til að nota í upphafi veikinda hjá fólki sem smitast af covid. Með því á að koma í veg fyrir að fólk veikist alvarlega.

Sotrovimab er undanþágulyf, ekki komið með markaðsleyfi hérlendis. Slíkum lyfjum má ávísa að ákveðnum skilyrðum.

Landspítalinn sér um innkaup á lyfinu. Í upphafi verða keyptir 72 skammtar.