Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrsta innanlandssmitið af völdum omikrón í Ástralíu

epa09615771 Members of the public wear face masks as they go about their daily lives in Liverpool, Sydney, Australia, 02 December 2021. NSW Health authorities have now confirmed six cases of the Omicron variant in the state.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Fyrsta tilfellið innanlands af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar greindist í Ástralíu í dag. Sá smitaði er nemandi við skóla í Sydney sem hefur ekki farið út fyrir landsteinana. Skólanum var umsvifalaust lokað og fjölskylda þess smitaða er sögð vera í sóttkví.

Áður hafa níu greinst með omíkron-afbrigðið í landinu en það var allt ferðafólk.  

Áströlsk stjórnvöld banna nú öll ferðalög til og frá sunnanverðri Afríku auk þess sem engum nema áströlskum ríkisborgurum er leyft að koma inn í landið.

Í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Nýju Suður Wales er staðfest að sá smitaði hafi ekki ferðast til útlanda né hafi hann tengsl við nokkurn sem það hafi gert.

Smitrakning stendur yfir en heilbrigðisyfirvöld telja líklegt að smit af völdum omíkron-afbrigðisins leynist víðar í samfélaginu. Nú greinast um tvö þúsund ný smit á dag í Ástralíu en stjórnvöld eru bjartsýn á að vegna hás hlutfalls bólusettra ráðist vel við nýja afbrigðið.

Ekki er enn vitað hve alvarlega fólk kann að veikjast af völdum þess né um getu bóluefna til að glíma við það. Óttast er þó að smithætta sé jafnvel meiri en af Delta-afbrigðinu.