Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Foreldrar morðingjans í Michigan ákærðir

03.12.2021 - 22:24
epa09615829 Members of the community attend a prayer service and candlelight vigil at Bridgewood Church in Clarkston, Michigan, a day after a 15-year-old student killed four classmates before surrendering to police at Oxford, High School in Oxford, Michigan, USA, 01 December 2021. The Oakland County Sheriff stated that in additional to the four killed, six other students and a teacher were wounded with a handgun investigators believe was purchased by the suspect's father a few days ago.  EPA-EFE/NIC ANTAYA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Foreldrar fimmtán ára drengs sem skaut samnemendur sína til bana í menntaskóla í Michigan í Bandaríkjunum voru sóttir til saka fyrir manndráp af gáleysi. AFP fréttastofan greinir frá. Karen McDonald, saksóknari í Oakland sýslu í Michigan, segir ákæruna eiga að senda þau skilaboð til eigenda skotvopna að þeir verði að bera ábyrgð á vopnunum sínum. 

Fjölskyldufaðirinn keypti hálf-sjálfvirku skammbyssuna sem hinn fimmtán ára Ethan Crumbley notaði fjórum dögum fyrir árásina. Fjórir létu lífið og sjö særðust, þar af einn kennari. Crumbley er ákærður sem fullorðinn einstaklingur fyrir morð og hryðjuverk. 

McDonald segir að þó hinn fimmtán ára Crumbley sé sá sem tók í gikkinn hafi aðrir átt sinn þátt í að hann gat gert það, og þeir verði einnig að sæta ábyrgð. Michael Bouchard, lögreglustjóri í Oakland sýslu, segir ekkert vitað hvar foreldra Crumbleys sé að finna. Hendur verði hafðar í hári þeirra fljótlega og þau færð í varðhald.