Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Carlsen hafði sigur í maraþonskák

epa09614475 Ian Nepomniachtchi (L) of Russia makes his move against Defending Champion Magnus Carlsen of Norway during the fifth round of FIDE World Chess Championship during the EXPO 2020 Dubai in Dubai, United Arab Emirates, 01 December 2021. Some 192 countries take part in the EXPO 2020 Dubai which runs from 01 October 2021 to 31 March 2022.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Carlsen hafði sigur í maraþonskák

03.12.2021 - 20:19
Sjötta skák úrslitaeinvígisins um heimsmeistarartitilinn fór fram í Dubai í dag. Eftir maraþontafl hafði heimsmeistarinn frá Noregi, Magnus Carlsen, sigur á Rússanum Ian Nepomniachtchi.

Carlsen lék með hvítt í dag og varð skákin sú lengsta í einvíginu til þessa. Báðir lentu í smá tímahraki áður en kom að 40. leiknum, en eftir hann bættist klukkutími við tímann sem þeir höfðu. 

Stundarfjórðungur til bættist svo við eftir 60 leiki og áfram héldu þeir. Skákinni lauk ekki fyrr en eftir 136. leik Carlsen. Hann var þá kominn með yfirburðastöðu og Rússinn sá þann kost vænstan að gefa skákina. Þetta er langlengsta skák úrslitaeinvígisins.

Carlsen er nú með 3,5 vinninga á móti 2,5 hjá Nepomniachtchi. Þeir mætast næst á morgun.