Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tvö mörk Ronaldo tryggðu United sigur á Arsenal

epa09617702 Manchester United's Cristiano Ronaldo celebrates with Bruno Fernandes after scoring the 3-2 lead during the English Premier League soccer match between Manchester United and Arsenal FC in Manchester, Britain, 02 December 2021.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Tvö mörk Ronaldo tryggðu United sigur á Arsenal

02.12.2021 - 22:11
Tveir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins var viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford og þar stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar, 3-2.

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem Manchesterliðið lék eftir að Ralf Rangnick var ráðinn stjóri liðsins til bráðabirgða. Hann stýrði liðinu þó ekki í kvöld, heldur sat í stúkunni og varð vitni að fjörugum leik.

Arsenal komst yfir á 13. mínútu þegar Emile Smith-Rowe skoraði. Manchesterliðar jöfnuðu hins vegar metin fyrir leikhléi. Bruno Fernandes skoraði mínútu fyrir hlé og 1-1 stóð.

Manchester komst svo yfir á 52. mínútu þegar Christiano Ronaldo skoraði af stuttu færi, en sú forysta entist stutt. Martin Ödegaard jafnaði metin þremur mínútum síðar.

Ödegaard varð það svo á að brjóta af sér innan vítateigs þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Ronaldo fór á vítapunktinn og kom Manchester aftur yfir þegar á 70 . mínútu og þar við sat. 

Sigurinn fleytti Manchester upp í 7. sætið og er liðið nú með 21 stig eins og Úlfarnir. Arsenal er áfram í 5. sæti með 23 stig, stigi meira en Tottenham.

Tottenham lagði Brentford í hinum leik kvöldsins, 2-0. Fyrra mark liðsins var sjálfsmark Sergi Canos á 12. mínútu og síðara markið skoraði Heung-Min Son á 65. mínútu. Brentford er áfram í 12. sæti með 16 stig eins og Crystal Palace og Aston Villa.