Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Svokallaðar sinnaskiptameðferðir gerðar refsiverðar

epa05272835 Justin Trudeau, Prime Minister of Canada speaks at a press briefing on the topic of the Paris Agreement on climate change at the United Nations Headquarters in New York, New York, USA, 22 April 2016. The Paris Agreement was adopted in Paris,
 Mynd: EPA
Kanadíska þingið samþykkti í dag einróma bann með lögum við svokölluðum sinnaskiptameðferðum. Það þýðír að allar aðgerðir sem miða að því að snúa fólki frá kynhneigð sinni eða kynvitund verða refsiverðar.

David Lametti dómsmálaráðherra Kanada segir niðurstöðuna merkan áfanga í baráttunni fyrir því að fólk geti fengið að vera það sjálft án þess að þurfa að fara í felur með það.

„Þetta er mikilvægur dagur fyrir Kanada,“ segir ráðherrann en frumvörp af svipuðu tagi hafa tvisvar verið lögð fram undanfarin tvö ár en dagaði uppi í þinginu. Það gerðist seinast í ágúst skömmu áður en þing var rofið og boðað til kosninga í landinu. 

Sinnaskiptameðferðir miðast að því að breyta kynhneigð eða kynvitund fólks en mjög er dregið í efa að slíkt sé á nokkurn hátt mögulegt. Þeim er yfirleitt  beitt í skúmaskotum en meðal þess sem reynt hefur verið eru raflostmeðferðir, barsmíðar, lyf og jafnvel særingar.

Randy Boissonnault, ferðamálaráðherra og sérlegur ráðgjafi Justins Trudeau í forsætisráðherra í málefnum hinsegin fólks fagnar niðurstöðunni og segir löngu tímabært að þessu linni.

Hann segir meðferðirnar hafa verið stundaðar í dimmum afkimum samfélagsins og að enginn eigi að þurfa að sætta sig við pyntingar. 

Samkvæmt nýju lögunum liggur allt að fimm ára fangelsi við því að reyna slíkar aðgerðir en öldungadeild kanadíska þingsins á eftir að fjalla um frumvarpið. Ólíklegt þykir að þar verði andstaða við málið.