Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Pécresse sigurstranglegust í prófkjöri Repúblikana

02.12.2021 - 19:12
epa09547077 French President Emmanuel Macron (L) greets Paris' Ile de France president and candidate to the French right-wing Les Republicains (LR) primary election Valerie Pecresse at the Emile Zola house in Medan, near Paris, France, 26 October 2021. French President inaugurates on October 26 the first museum dedicated to the Dreyfus affair, installed in the house of French writer and journalist Emile Zola, defender of Alfred Dreyfus and author of the famous 'J'accuse' article published in L'Aurore newspaper in 1898.  EPA-EFE/LUDOVIC MARIN / POOL  MAXPPP OUT
 Mynd: EPA
Éric Ciotti varð efstur í fyrri umferð prófkjörs franskra Repúblikana fyrir forsetakosningar næsta árs.

Niðurstöðurnar voru kynntar í dag en hann mun mæta Valérie Pécresse í seinni umferðinni. Pécresse fékk 25 prósent atkvæða í fyrri umferðinni, Ciotti 25,6 prósent.

Ciotti hefur setið á þingi frá árinu 2007 og þykir vera yst á hægri jaðri flokksins.

Franskt Guantánamo

Þannig hefur hann meðal annars talað fyrir því að koma upp „frönsku Guantánamo“ og vísað þannig í bandaríska fangelsið á Kúbu samkvæmt frétt The Guardian. Í prófkjörsbaráttunni hét hann því til dæmis að berjast gegn pólitískri rétthugsun.

Samt sem áður þykir hin hófsamari Pécresse öllu líklegri til þess að vinna seinni umferðina. Hún hefur lýst sjálfri sér sem blöndu af Margaret Thatcher og Angelu Merkel. Aðrir frambjóðendur lýstu yfir stuðningi við hana þegar niðurstöðurnar lágu fyrir.

Sigurvegarinn verður svo kynntur á laugardag og mun mæta Emmanuel Macron forseta og fleiri frambjóðendum í apríl á næsta ári.

Þórgnýr Einar Albertsson