Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Brynjar og Hreinn aðstoða innanríkisráðherra

02.12.2021 - 12:18
Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RUV
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Auk hans verður Hreinn Loftsson ráðherra til aðstoðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu en Innherji greindi fyrst frá í morgun.

Brynjar var fyrst kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2013 en var í þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum í haust og náði ekki endurkjöri.

Eftir prófkjör flokksins í sumar, þar sem hann sóttist eftir oddvitasæti en náði ekki, sagðist hann ætla að kveðja stjórnmálin en snerist síðar hugur.

Þórgnýr Einar Albertsson