Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Veldu jólalag Rásar 2

Merry christmas music guitar wrapped by colorful garland as a gift background
 Mynd: Shutterstock

Veldu jólalag Rásar 2

01.12.2021 - 13:00

Höfundar

Um 50 frumsamin jólalög bárust í jólalagakeppni Rásar 2 í ár og sex þeirra eru komin í úrslit. Nú viljum við fá álit landsmanna – hvert þeirra þykir þér best?

Jólalagakeppni Rásar 2 er fastur liður í jólaundirbúningi RÚV og er nú haldin í nítjánda sinn. Sérstök dómnefnd fór í gegnum öll innsend lög í keppninni í ár og valdi sex þeirra til úrslita.

Það er síðan í höndum hlustenda  að kjósa sitt uppáhalds jólalag, atkvæði þeirra gilda jafnt á móti dómnefnd. Úrslitin verða tilkynnt í Popplandi á Rás 2 á fimmtudag 9. desember. 

Kosningu er lokið

Að venju er til mikils að vinna. Lagið sem verður fyrir valinu fær útnefninguna jólalag Rásar 2 árið 2021 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. Auk þess sem lagið verður flutt á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Grétar Örvarsson á sigurlagið í jólalagakeppni Rásar 2