Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skyldubólusetning til umræðu í Suður-Afríku

epa09612218 A Soweto resident walks in front of an informative graffiti art work educating local Soweto residents about the dangers of the coronavirus, Johannesburg, South Africa, 30 November 2021. South Africa's government is considering mandatory vaccinations for all citizens as it tries to educate and vaccinated its population after the new Omicron variant of SARS-CoV-2, the virus that causes COVID-19, was detected. Several countries banned travel with Southern African countries including South Africa due to the Omicron variant.  EPA-EFE/KIM LUDBROOK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Smitstuðullinn hefur hækkað gífurlega í Suður-Afríku undanfarnar vikur. Þarlend stjórnvöld íhuga nú að taka upp þá reglu að fólki beri að vera bólusett hyggist það taka þátt í fjölmennum viðburðum.

Snemma í nóvember virtist staða kórónuveirufaraldurins nokkuð góð í Suður-Afríku en þá var smitum tekið að fækka verulega, svo mjög að nýgengi var lægra en nokkru sinni frá því að faraldurinn skall á.

Allt útlit var fyrir að tekist hefði að koma böndum á veiruna. Nú hefur fjöldi daglegra smita rúmlega tífaldast, úr 106 snemma í nóvember upp í 1.200 miðvikudaginn 24. nóvember og sjúkrahúsinnlögnum hefur fjölgað um næstum 400% á sama tíma.

Daginn eftir tilkynnti veirufræðingurinn Tulio de Oliveira á blaðamannafundi að nýtt afbrigði veirunnar hefði greinst í Suður-Afríku. Heilbrigðisráðherrann Joe Phaahla var snöggur til og sagði að kenna mætti aukna útbreiðslu smita afbrigðinu sem fengið hefur heitið omíkron eftir fimmtánda stafnum í gríska stafrófinu.

Cyril Ramaphosa forseti hvatti landsmenn til bólusetningar í sjónvarpsávarpi á sunnudag og greindi jafnframt frá þeim áformum að taka upp skyldubólusetningu tengda ákveðnum stöðum og starfsemi. Starfshópur væri þegar tekinn að kanna leiðir til að svo megi verða.

Í umfjöllun NRK um málið er haft eftir Paulinu Baraza sem annast bólusetningar í Mitchells Plain, úthverfi Höfðaborgar, að margir óttist bóluefnið, jafnvel að það geti reynst banvænt og því þyki henni skyldubólusetning vera þjóðráð. 

Fréttin hefur verið uppfærð.