Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Haukakonur hafa lokið keppni í Evrópubikarnum

Mynd með færslu
 Mynd: FIBA

Haukakonur hafa lokið keppni í Evrópubikarnum

01.12.2021 - 19:52
Kvennalið Hauka í körfubolta spilaði síðasta leik sinn í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld. Liðið mætti KP Brno í Tékklandi og tapaði 60-53. Evrópuverkefninu er því lokið þetta keppnistímabilið.

Haukar byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-15. Í öðrum leikhluta var lítið skorað báðu megin. Tékkarnir voru þó ívið betri en Haukakonur voru þó yfir í hálfleik 29-26. Seinni hálfleikurinn var jafnari en tékkneska liðið náði að lokum yfirhöndinni og vann sjö stiga sigur, 60-53.  Haukakonur töpuðu því öllum sex leikjum sínum í riðlinum. 

Bríet Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka í leiknum í kvöld með 18 stig. Þá skoraði Lovísa Henningsdóttir 8 stig, tók fjögur fráköst og átti fjórar stoðsendingar.