Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Grunsamlegur hlutur í gámi kann að vera sprengja

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Grunsamlegur hlutur sem fannst í ruslagámi síðustu nótt kann að vera sprengja af einhverju tagi. Þrír voru handteknir eftir að sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar við lögreglu í gærmorgun.

Fréttablaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að hluturinn sé einhvers konar sprengja en að lögregla hafi ekki staðfest það. Þar segir einnig að bústaður sendiherra Bandaríkjanna sé næsta hús við gáminn þar sem hluturinn fannst.

Lögregla hafi þó varist svara við því hvort sprengjunni hafi verið ætlað að skaða sendiherrann eða sendiráðið. Heimildir blaðsins herma einnig að fundað hafi verið í stjórnkerfinu vegna málsins og mögulegra tengsla við sendiherrabústaðinn.

Ekki liggur enn fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir hinum handteknu. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV