Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þrír látnir eftir skólaskotárás í Bandaríkjunum

30.11.2021 - 21:19
Dozens of police, fire, and EMS personnel work on the scene of a shooting at Oxford High School, Tuesday, Nov. 30, 2021, In Oxford Township, Mich. (Todd McInturf/The Detroit News via AP)
 Mynd: AP
Þrír nemendur féllu og sex særðust, þarf af einn kennari, í skotárás í gagnfræðaskóla í bænum Oxford í Michigan í Bandaríkjunum í kvöld. Árásarmaðurinn, fimmtán ára nemandi við skólann, skaut fimmtán til tuttugu skotum úr hálfsjálfvirkri skammbyssu á rúmlega fimm mínútum.

Hann var handtekinn um fimm mínútum eftir að lögreglu var fyrst tilkynnt um verknaðinn og er nú í vörslu lögreglu. Að hennar sögn veitti nemandinn ekki mótspyrnu þegar hann var handtekinn en hefur ekki viljað gefa neinar skýringar á árásinni. 

28 skotárásir hafa verið gerðar í bandarískum skólum það sem af er ári. Þar af hafa 20 þeirra verið gerðar eftir 1. ágúst, eða um ein skotárás í hverri viku að jafnaði. Níu hafa látið lífið í þessum árásum, þar af átta nemendur, og 46 særst, samkvæmt vefnum EducationWeek sem heldur utan um þessar upplýsingar.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV