Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leika síðustu 20 mínúturnar á morgun vegna þoku

Players walk on the pitch as the game paused due to fog during the group F, Women's World Cup 2023 qualifying soccer match between Armenia and Norway at the FFA Academy stadium in Yerevan, Armenia, Tuesday, Nov. 30, 2021. (AP Photo/Hakob Berberyan)
 Mynd: AP

Leika síðustu 20 mínúturnar á morgun vegna þoku

30.11.2021 - 23:57
Leik Noregs gegn Armeníu í Jerevan lýkur ekki fyrr en tæpum sólarhring eftir að hann hófst. Sjötíu mínútum er lokið af leiknum, en þá flautaði dómarinn leikinn af vegna þoku. Síðustu tuttugu mínúturnar verða leiknar á morgun. Staðan eftir 70 mínútur er 0-9 Norðmönnum í hag.

Þær norsku og þjálfarinn þeirra vonuðust til þess að fá að klára leikinn í dag svo þau gætu haldið heim á leið, en ekkert verður af því. Síðustu tuttugu mínúturnar verða flautaðar á klukkan 11:00 að staðartíma, eða klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma.