Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Fjárlagafrumvarp kynnt

30.11.2021 - 18:46
Ríkissjóður verður rekinn með 169 milljarða króna halla á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Frumvarpið byggir á því að hagvöxtur aukist verulega á næsta ári, ferðamönnum fjölgi og faraldurinn fari dvínandi.

Starfandi forstjóri Landspítalans segir að aukin fjárframlög til spítalans séu skref í rétta átt en ekki nóg til að bæta rekstrarvandann. Stjórnarandstaðan gagnrýnir áherslur í fjárlagafrumvarpinu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur ríki heims til stillingar vegna omíkron, nýs afbrigðis COVID-19. Enn ríkir mikil óvissa um eðli þess. Grikkir, eldri en sextíu ára, verða sektaðir mánaðarlega fari þeir ekki í bólusetningu. 

Ríki og sveitarfélög deila um hver eigi að greiða fyrir meðferð þeirra sem glíma við alvarlegan heilaskaða. Um 2000 Íslendingar hljóta heilaskaða árlega.

Tæplega sjö af hverjum tíu Pólverjum á Íslandi hafa upplifað mismunun vegna þjóðernis, samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsakandi segir það hafa tekið á að lesa um raunir Pólverja hér á landi. 

Ólöf Rún Erlendsdóttir