Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Par handtekið fyrir að flýja sóttkví

epa09608827 Dutch Outgoing Minister of Health Hugo de Jonge gives a statement about the Omicron variant of the coronavirus at Rotterdam, The Netherlands, 28 November 2021. The Omicron variant of the virus has so far been found in thirteen travelers who arrived at Schiphol from South Africa on Friday 26 November and who have tested positive for coronavirus.  A new, heavily mutated variant of coronavirus called Omicron or B.1.1.529 had been identified by scientists in South Africa. Dutch government on 26 November banned all travels from and to South Africa.  EPA-EFE/PHIL NIJHUIS
Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, ræðir við blaðamenn.  Mynd: EPA-EFE - ANP
Hollenska landamæralögreglan handtók í gær par í flugvél eftir að upp komst að fólkið hafði flúið sóttkvíarhótel í Amsterdam. Á hótelinu eiga allir covid-smitaðir farþegar frá Suður-Afríku að dvelja. Alls greindist 61 farþegi í tveimur flugvélum með kórónuveirusmit á Schiphol-flugvelli á föstudag, þar af þrettán með omíkrón-afbrigðið.

Parið sem var handtekið um borð í flugvélinni átti að vera á hótelinu þar sem annað þeirra var smitað og í einangrun en hitt í sóttkví.  AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni hollenskra stjórnvalda að fólkið sé nú komið í einangrun hvort á sínu hótelinu. Þau verði kærð fyrir að stefna almannahag í hættu. 

Alls voru 600 farþegar í flugvélunum tveimur sem komu til Amsterdam á föstudag. Fólkið varði megninu af föstudeginum í sýnatöku í aðstæðum sem einn farþegi lýsti sem miðstöð helvítis, í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Hugo de Jonge heilbrigðisráðherra Hollands hafði greint frá því í viðtali nokkrum klukkustundum fyrr að hollensk stjórnvöld myndu ganga úr skugga um að fólk fylgdi reglum um sóttkví.