Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mygla í fleiri rýmum Hagaskóla

29.11.2021 - 22:30
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nemendur 9. bekkjar í Hagaskóla fá ekki kennslu í skólanum á morgun eftir að mygla fannst í rýminu sem bekkurinn stundar sitt nám. Þetta kemur fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra nemenda í Hagaskóla. Kennsla í 8. bekk Hagaskóla fer nú fram á Hótel Sögu eftir að mygla fannst í þeirra rými.

Í póstinum sem sendur var í kvöld segir að sýni hafi verið tekin víða um skólahúsnæðið síðustu vikur. Frumniðurstöður sýna myglu í rými 9. bekkjar. Ekki er ljóst hvar kennsla 9. bekkjar fer fram næstu vikur og þurfa skólastjórnendur einn til tvo daga til að finna húsnæði og skipuleggja kennslu.

Rakaskemmdir fundust á gangi álmunnar sem nemendur 10. bekkjar eru í. Álman er í frekari skoðun og er endanleg ástandsskýrsla verkfræðistofunnar Eflu í vinnslu. Foreldrar nemenda í Hagaskóla eru boðaðir á upplýsingafund á fimmtudag, 2. desember, þar sem sérfræðingar fara yfir stöðuna og svara spurningum.