Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

112 smit í gær - Tveir á gjörgæslu

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
112 greindust hérlendis með kórónuveirusmit í gær og þar af greindust 17 á landamærunum. Rétt rúmur meirihluti þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu, eða 43.

Nú eru nítján einstaklingar inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og tveir þeirra á gjörgæslu. Báðir þeirra eru í öndunarvél.

Nýgengi innanlandssmita síðustu tvær vikur er nú 525,5 á hverja 100.000 íbúa. 1.592 eru í einangrun vegna veirunnar og 1.939 í sóttkví. Enn eru börn á aldrinum 6-12 ára fjölmennasti hópur smitaðra hérlendis, nú eru þau 327 í einangrun.