Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta í Perú

28.11.2021 - 21:24
Að minnsta kosti tíu manns slösuðust þegar jarðskjálfti að stærðinni 7,5 reið yfir norðurhluta Perú í morgun. Upptök skjálftans voru í Amazon-héraðinu, skammt frá landamærunum að Ekvador, en hann fannst víða, meðal annars í höfuðborginni Líma.

Fjöldi bygginga eyðilagðist í skjálftanum, þar á meðal 14 metra hár kirkjuturn í La Jalca héraði sem var reistur fyrir 400 árum. Pedro Castillo forseti Perú hét Amazon-héraði stuðningi vegna skemmdanna. Perú er á miklu jarðskjálftasvæði og verða um 400  greinanlegir skjálftar þar á ári.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV