Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ómíkron-afbrigðið greinist í Ástralíu

epa09477426 Members of the public are tested at a pop-up COVID-19 testing center at Sydney International Airport in Sydney, New South Wales (NSW), Australia, 20 September 2021. NSW has been warned of a 'challenging' two months ahead with peaks in COVID-19 cases and hospitalizations expected.  EPA-EFE/JOEL CARRETT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA - RÚV
Fyrstu tilfelli Ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hafa greinst í Ástralíu. Tveir ferðamenn reyndust smitaðir af veirunni í Sydney gær, eftir ferðalag um Suður Afríku. Heilbrigðisyfirvöld staðfestu svo eftir raðgreiningu sýnanna að smitin væru af ómíkron afbrigði veirunnar.

Smit af hinu nýja afbrigði veirunnar hafa nú verið staðfest víða um Evrópu, í Bretlandi, Hollandi, Belgíu og Ítalíu. Sterkur grunur er um að nýja afbrigðið sé komið til fleiri Evrópuríkja.

Vísindamenn segjast óttast að hið nýja afbrigði veirunnar sé meira smitandi og það breiðist því hraðar út. Stökkbreytingar afbrigðisins gefi einnig vísbendingar sem styðji þær grunsemdir.