Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nýr stjórnarsáttmáli og breytt ráðuneyti

28.11.2021 - 09:54
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ný ríkisstjórn verður kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Stjórnarsáttmálinn var kynntur flokksmönnum í gær og samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Töluverðar breytingar verða á ráðuneytum, ný stofnuð og verkefni færð milli ráðuneyta. Sjálfstæðisflokkur verður áfram með fimm ráðuneyti, Framsókn bætir við sig einu og verður með fjögur og Vinstri græn halda sínum þremur.
 

Þingflokkarnir koma saman klukkan ellefu og boðað hefur verið til fréttamannafundar klukkan eitt. Hann verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu og hér á vefnum. Að loknum þeim fundi verður haldinn ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem ný stjórn tekur við formlega. 

Framsóknarflokkurinn mun stýra heilbrigðisráðuneytinu, Sjálfstæðisflokkur fær umhverfisráðuneytið og Vinstri græn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Stjórnarsáttmáli flokkanna var samþykktur af flokksfólki í gær, áherslan er á loftslagsmál, atvinnu- og skólamál, auk þess sem meta skal ávinninginn af fiskveiðistjórnunarkerfinu.