Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Konur og barn fórust er bílsprengja sprakk í Sýrlandi

28.11.2021 - 01:34
This photo by Hawar news, the news agency for the semi-autonomous Kurdish areas in Syria (ANHA), shows flames rising from burned cars at the site of an explosion in the central Qamishli city in northeastern Syria, Friday, Oct. 11, 2019. Activists and Syrian Kurdish officials are reporting a large explosion outside a popular fast food restaurant. It was not clear what caused the explosion on Friday which occurred amid intensive shelling by the Turkish military in the city and other areas. (ANHA via AP)
Sprengjuárásir gegn almennum borgurum jafnt sem öryggissveitum eru ekki óalgengar í norðurhluta Sýrlands. Þessi mynd er tekin i bænum Qamishli, sem líka lýtur yfirráðum Kúrda, þar sem sprengja sprakk fyrir utan vinsælan götubitastað. Mynd: AP - ANHA
Tvær konur og barn úr sömu fjölskyldu fórust í sprengjuárás í sýrlensku borginni Minbej á laugardag. Fimm til viðbótar særðust í árásinni. Minbej er í norðurhluta Sýrlands. Borgarbúar eru flestir Arabar en Kúrdar fara þar með völdin. Sprengja sprakk við borgarmörkin þegar bifreið var ekið framhjá henni. Allir í bílnum voru almennir borgarar.

Borgaryfirvöld segja ódæðið hafa verið hryðjuverkaárás og samkvæmt heimildum Sýrlensku mannréttindavaktarinnar var það bílsprengja sem sprakk í vegkantinum.

Tveir liðsmenn öryggissveita Kúrda voru í hópi þeirra sem særðust. Lýðræðissveitir Kúrda, hernaðararmur stjórnvalda á þessum slóðum, bar hitann og þungann af sókn Kúrda og Bandaríkjamanna gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi norðanverðu. Þær ráða enn lögum og lofum á stórum svæðum í norður- og austurhluta landsins.