Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jorginho bæði hetja og skúrkur Chelsea í jafntefli

epa09609549 Chelsea's Jorginho (R) celebrates with teammate Antonio Ruediger (L) after scoring the 1-1 equalizer during the English Premier League soccer match between Chelsea FC and Manchester United in London, Britain, 28 November 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Jorginho bæði hetja og skúrkur Chelsea í jafntefli

28.11.2021 - 18:40
Chelsea og Manchester United skildu jöfn 1-1 á Stamford Bridge í kvöld. Jorginho var bæði markaskorari og skúrkur heimamanna í leiknum.

Það var markalaust í hálfleik en eftir klaufaleg mistök Jorginho snemma í seinni hálfleik kom Jadon Sancho Manchester United í forystu 1-0. Tæpum tuttugu mínútum síðar braut Aaron Wan-Bissaka á Thiago Silva innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jorginho fékk þá tækifæri til að bæta fyrir mistök sín fyrr í leiknum og fór á punktinn. Hann skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og jafnaði metin fyrir Chelsea 1-1.

Fleiri urðu mörkin ekki en með stiginu er Chelsea með eins stigs forystu á toppnum á Manchester City í öðru sætinu. Manchester United er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig, 12 stigum frá Chelsea á toppnum.