Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fréttir: Ný ríkisstjórn tekin til starfa

28.11.2021 - 18:45
Ný 12 manna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í dag á Bessastöðum skipuð sjö körlum og fimm konum. Stjórnaráðið hefur verið stokkað upp og verkefni færast á milli ráðuneyta. Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson koma nýir inn í stjórnina. Stefnt er að skattalækkunum og áframhaldandi bankasölu á kjörtímabilinu. Lög um rammaáætlun verða endurskoðuð, hálendisþjóðgarður minnkaður og fagleg stjórn skipuð yfir Landspítalann, samkvæmt stjórnarsáttmálanum.

Umbúðastjórnmál án innihalds er dómur stjórnarandstöðunnar. Talsmenn hennar segja ríkisstjórnina skila auðu í stærstu málunum frá síðasta kjörtímabili. 

Omikrón-afbrigði kórónuveirunnar heldur áfram að breiðast um Evrópu og er komið til Danmerkur. Læknirinn sem uppgötvaði afbrigðið segir harðar aðgerðir ótímabærar því einkennin séu væg.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV