Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Bretar boða neyðarfund vegna faraldurs

28.11.2021 - 21:05
epa09606755 A flight information board shows canceled flights at OR Thambo International Airport as restrictions on international flights from South Africa start to take effect after the announcement by local scientists of the new Omicron variant, Johannesburg, South Africa, 27 November 2021. The South African Department of Health and scientists from the Network for Genomic Surveillance revealed details of a newly detected and highly mutated Covid-19 variant, B.1.1.529 which immediately led to Japan, Israel and the European Union placing stricter measures against South Africans travelling to and from their part of the world.  EPA-EFE/KIM LUDBROOK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bretar kalla eftir neyðarfundi meðal G7 ríkjanna vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Bretar fara nú með forsæti G7 hópsins. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna eru kallaðir til fundar á morgun til þess að ræða áhrif nýja afbrigðisins.

Bretland er meðal þeirra ríkja þar sem ómíkron hefur greinst. Afbrigðið var fyrst uppgötvað í sunnanverðri Afríku, en hefur síðan greinst víða í Evrópu og Ástralíu. Fjöldi Evrópuríkja og fleiri ríki heims hafa stöðvað flugferðir frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku á meðan verið er að kanna hversu alvarlegt þetta nýja afbrigði er. Það virðist breiðast hratt út, en á móti virðist afbrigðið valda mun vægari einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar.

Ríki slaki á ferðabönnum

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku hvetur ríki heims til þess að fylgja vísindunum eftir frekar en að leggja á flugbann til ákveðinna landa vegna ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, tekur undir þessa kröfu og kallar eftir því að ríki dragi ákvarðanir sínar um ferðabann frá Suður-Afríku tafarlaust til baka, enda egi þær sér enga stoð í vísindaheiminum.

Heimsfaraldurssáttmáli í undirbúningi

Aðildarríki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komust að samkomulagi í dag um að hefja vinnu við faraldurssáttmála þar sem línur verða lagðar um viðbrögð við næsta heimsfaraldri. Fulltrúar ríkjanna sitja fund í vikunni til þess að stilla saman strengi.

Í yfirlýsingu fulltrúa Evrópusambandsins hjá stofnuninni segir að atburðir undanfarinnar viku sýni hversu mikil þörf sé á alþjóðlegri samstöðu og leiðsögn.